Thursday, July 20, 2006

hangsihangsihangs

Já, nú þegar skólinn er búinn, þá geri ég voða lítið. Gærdaginum eyddi ég t.d í að liggja út á svölum í 35 stiga hita að lesa. Það var bara ágætt, þó ég verði að segja að ég get ekki beðið eftir að koma heim í rigningu. Verður hressandi tilbreyting. Á morgun byrjar Rúndgangurinn(sýningin í skólanum mínum), þar mun ég sýna frímerkið mitt og fashionillustration. Því miður eru talsvert margir bekkir í myndlistardeildinni í mótmælum við skólann og ætla því ekki að sýna verkin sín og minn bekkur er þar á meðal, þannig að fallega sirkusplakatið mitt verður ekki sýnt :(. Vil þakka öll fallegu kommentin sem ég fékk um verkin mín :(
Annars er ég í pakkakrísu. Ætlaði að senda eitthvað dót heim, svo ég þurfi ekki að bera allt, eða koma því fyrir í töskunni minni. EN svo verður ekki.Hef nú ekki efni á svona lúxux! Held ég verði bara að fara á flugvöllin og brosa fallega til afgreiðslufólksins og vona að ég þurfi ekki að borga yfirvigt, virkaði seinast :D
Eldaði í gær Burrito fyrir Andi, Helgu og Lenu. Fórum svo í sving, dönsuðum ekki mikið en skemmtum okkur konunglega við að horfa á fólkið. Mjög mikið af skemmtilegum karakterum sem koma þarna. Ég bara dýrka að horfa á fólk, sérstaklega hérna, miklu fjölbreittara úrval af skrítnu fólki heldur en heima, enda fleira fólk. Jæja, hætti þessu rugli, held ég fari að gera eitthvað gagnlegt, eins og fara í sólbað ;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker