Sunday, July 02, 2006

yndisleg helgi

Fór í gær með Andi og Gösta í garðinn hjá Charlottenburg höllinni. Þetta er voðalega fín höll, þó við færum nú ekki inn, og garðurinn er svona ekta 17.aldar fínerí. Vorum þar allan daginn í picknick og frisbee, sem ég er reyndar með harðsperrur eftir, aulalegast í heimi :) Set inn myndir frá deginum seinna, nenni því ekki alveg strax. Í dag fór ég svo með Helgu í skóleit. Brjálæðingarnir sem kenna henni í tískusýningaráfanganum, finnst ekki nóg að hún sé að sauma 3 outfit á mettíma, heldur verður hún líka að kaupa 3 pör af risahæluðum skóm. Auðvitað hjálpaði ég henni, og eftir að hafa farið í gegnum allan Mauerpark og svo í secondhandbúð í Kreuzberg, þá fann hún 3 góð pör. Var búin að finna fullt af fínum skóm, en þau voru alltaf of lítil, því hávaxin módel þurfa auðvitað stærri skó. Ég hjálpaði henni auðvitað að prútta, og hún fékk þrenn pör a 35 evrur(3500) en upphaflega hefði þetta átt að vera 42 evrur! Jább, held ég ætti að flytja til Tyrklands eða eitthvað! En núna ætlum við að fara að teikna, þurfum að gera einhver meistaraverk fyrir tískuteikningu, bæbæ

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hlakka til að hitta þig þegar þú kemur heim. Aðalbjörg er orðin myndarleg :D

Knús :*

Gyða

03 July, 2006  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker