Tuesday, July 04, 2006

hí á þjóðverja

Fór og sótti Tedda og Helgu á flugvöllinn í dag, fluginu var seinkað þannig að ég þurfti að hanga dáldið á flugvellinum. En það skipti ekki máli, gaman að fá þau. Fórum svo áðan að horfa á leikinn- Þýskaland vs Ítalía. Hélt í byrjun með þjóðverjum að sjálfsögðu, en þegar þeir höfðu klúðrað hverju færinu á eftir öðru, þá verð ég að segja að pirringurinn fór að segja til sín. Vandamálið er að Þjóðverjar hugsa of mikið! Alveg sama hvað það er, hönnun eða fótbolti, þeir missa einhvern veginn alla tilfinningu fyrir hlutunum, með því að reikna og pæla. Þarna, voru þeir með þessi góðu færi, en þeir voru svo lengi að koma sér að því að skjóta, eins og þeir væru að reikna í huganum út líkurnar hvort þeir skoruðu frá þessu færi á þessum tíma, og þegar þeir skutu þá skutu þeir langt yfir. Þannig að mér var eiginlega bara alveg sama þegar Ítalarnir unnu. Líka einstaklega gaman að fylgjast með viðbrögðum fólks og líka Andi þegar ég kom heim. Hún virkilega þolir ekki fótbolta og er líka einstaklega hamingjusöm núna. Jæja, er eiginlega bara mjög þreytt, held ég fari og láti mig dreyma eitthvað skemmtilegt. góða nótt.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker