Wednesday, July 12, 2006

shöne abend

en hvað gærkveldið var yndislegt. Við Andi fórum við Verdu í Mauerpark að grilla. Maturinn okkar var yndislega góður og stemmingin svo skemtmileg. Seinna kom Gösta til að éta afgangana okkar, stundum verður maður að gefa þessum ósjálfbjarga drengjum að éta. Eftir að hafa setið í garðinum í nokkra klukkutíma, þá fórum við að kaffihús í nágrenninu og drukkum sambúkka og beilís blandað saman, mæli eindregið með því, og spiluðum fótboltaspilið. Verð að segja að ég hafi nú alveg slegið í gegn, enda nokkuð mikill sérfræðingur eftir að hafa æft mig tvö sumur í hólmaseli :)
Annars var seinasti þýskutíminn í morgun, að vanda vorum við Lauren bara einar mættar ásamt kennaranum. Hann gaf okkur þýska bók í kveðjugjöf, mjög fallegt af honum :). Held ég reyni að halda áfram í þýskukennslu þegar ég kem heim, vil ekki missa niður það sem ég kann, og held það sé ekki vitlaust að geta talað þýsku ef ég fer til Póllands. Þeir tala oft betri þýsku en ensku þar. Jæja, er eiginlega drulluþreytt eftir að hafa sofið ansi litið, kannski ekki alltaf sniðugast að vaka til 4 á þriðjudagskvöldi. Held ég leggi mig, svo eg verði hress í partíinu sem ég er að fara í í kvöld. Helga bauð mér með sér í útgáfupartí á nýju tískutímariti, má búast við mikið af snobbuðu og óþolandi tískuhönnuðum, get ekki beðið ;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker