Monday, July 10, 2006

afsakið bloggleysið

Hef ekki komist á netið í nokkra daga, hann Gísli Marteinn vírusvörnin mín eitthvað að angra mig, bara svona eins og Gísli Marteinn gerir.
Annars hefur ekkert merkilegt gerst þannig séð. Hjálpaði Helgu að sauma á föstudag og laugardag. Ekki að ég gæti gert mikið gagn, en hjálpaði henni þó að falda og setja tölur og fyrst og fremst að halda henni félagsskap.
Annars var laugardagskvöldið ansi skemmtilegt. Fór fyrst að hitta Tedda og Helgu og var eitthvað að hangsa með þeim, en ég fór heim snemma. Síðan hringdi Andi í mig óvænt og vildi að ég hitti hana og vinkonur hennar Lenu og Verdu á Weinerea, þar sátum við svo og drukkum afbragðsgott vín. Þegar þar lokaði ákváðum við að fara á Kaffi Burger og dansa, en ég leiðinni þangað fundum við annan stað með nafn sem hægt er að þýða sem "klúbbur pólskra failera". Fórum þangað inn og þar var allt fullt af vinstrisinnuðu fólki að dansa við rússneska tónlist og píanó. Svaka stuð þar á bæ. Kl 4 fóru Verda og Lena heim, en auðvitað var partíið bara að byrja hjá mér og Andi. Kíktum á 8mm og sátum þar í rólegheitum. Þar komu tveir plebbalegir menn sem vildu endilega tala við okkur. Byrjum að spjalla við þá á ensku, en komumst svo auðvitað að að þetta voru íslendingar. Orri og Orri. KOmst svo seinna um kvöldið að annar þeirra er sonur Helga Björns. en hinn er forstjóri hjá Símanum, útskrifaður úr Harvard Buisnessschool(prófaði að googla því seinna og hann var ekki að ljúga) Mér fannst þetta svo ótrúlega fyndið. Þetta eru svona manneskjur sem ég myndi aldrei hitta neins staðar á djamminu í Rvík, hvað þá tala við. En í Berlín, þar er þetta annað mál. Þeir voru þarna komnir til að horfa á úrslitaleikinn í HM, hvað annað! Þeim fannst við svo ótrúlega skemmtilegar að þeir buðu okkur til Rio, skemmtistaðarins, ekki borgarinnar og borguðu fyrir okkur inn og drykki. Ekki slæmt það. Við týndum þeim svo "óvart", en það var allt í lagi, þar sem þarna var fullt af íslendingum sem gátu haldið þeim félagsskap. Við Andi vorum svo ekki komnar heim fyrr en 8 um morguninn. Mjög óvænt og skemmtilegt kvöld.
Annars spjallaði ég við Jianping plakatakennarann minn og sagði honum frá plönum mínum að fara til Póllands í masterinn. Honum fannst þetta ótrúlega sniðugt og sagði að ég ætti frekar að fara til Varsjá heldur en Kraká. Svo vill svo heppilega til að hann er góður vinur grafískhönnunarkennaranna þar og hann ætlar að skrifa meðmælabréf handa mér, jibbí!
Jæja, þetta er komið nóg í bili, bless bless

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker