Monday, July 24, 2006

seinasti dagurinn í berlín

jább, það er satt, ég kem heim á morgun. Satt að segja hlakkar mér mjög mikið til núna, þó ég eigi nú eftir að sakna vina minna hérna.
Helgin var skemmtileg: á föstudaginn var opnunin á Udk Rundgang í visual communication deildinni. Margt skemmtilegt að skoða og á laugardaginn hélt Andi Surprice goodbye partí fyrir mig, og það var í alvörunni surprice. Allir vinir hennar, sem eru núna vinir mínir komu og það var ótrúlega næs og gaman. EFtir það partí fór ég með Verenu og Helgu í Abrisspartí(þýðist sem rífaniðurhúspartí) hjá vini Millu í Friedrichshain. Moana var þar líka, þannig að ég fékk líka að kveðja vini mína úr skólanum almennilega.
Annars held ég að ég sé búin að finna lausn á pökkunarvanda ´mínum. Keypti svona tyrkneska innkaupatösku, sem virðist ekkert súperstór, en kemst alveg fullt í hana. Held ég hafi hana sem handfarangur og troði öllu þunga dótinu þar ;) Svo er bara að vona að ég fái ekki yfirvigt, hrikalegt stress verð ég að segja. En allavega, verð að halda áfram að pakka, sjáumst bráðlega :)

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

ertu ekki með sama telephonium númeríum... þú ættir að hafa orðið vör við þýzka skiptinemann, vona það allavega.

Grétar

26 July, 2006  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker