Friday, July 14, 2006

Aðalbjörg mamma!!!

Jább, Aðalbjörg og Svenni eignuðust tvíburastelpur í morgun, 7 og 9 merkur :) Hún náði víst ekki að halda þeim lengur inni fyrir mig, en það er allt í lagi. Get ekki beðið eftir að koma heim og hitta hana og krílin :)

Annars var gærdagurinn annasamur. Mætti galvösk niðrí skóla kl 10 um morguninn til að hjálpa til við tískusýninguna sem m.a annars Helga tók þátt í. Ég gerði þetta auðvitað í algjörglega sjálfselskulegum tilgangi, því þannig fékk ég ókeypis inn á sýninguna sjálfa. Þurfti bara að setja upp bekki og svona, en svo fékk ég önnur verkefni á sýingunni sjálfri. Annað verkefnið var létt, þurfti bara að taka við míkrafóninum af kynninum og passa að kapallinn væri ekki á runwayinu. En hitt verkefnið var vandasamara. Kannski ekki vandasamt, heldur asnalegt. Þurfti að vera inn í VIP partinum og sitja þar og bíða eftir því þegar eitt outfittið kæmi. Málið er að módelið var í jakka yfir kjól, og á kjólinum voru perlur. Svo átti módelið að stoppa og fara úr jakkanum og perlurnar myndu hrinja á runwayið. Ég átti svo að koma með lítinn sóp og sópa þeim út á grasið, svo að næsta módel myndi ekki fljúga á hausinn. Auðvitað gekk þetta ekki svona vel. Módelið var sett vitlaust í jakkann, þannig að þegar hún fór úr honum þá flugu perlurnar út um allt, ég hleyp inn á til að sópa og þá fara náttúrulega allir að hlægja, því auðvitað leit þetta ótrúlega asnalega út. Svo kemur næsta módel, fer úr sínum jakka og hennar perlur dreifast út um allt. Og sama hvað ég sópaði þá komu glerperlurnar alltaf til baka. Hrikalegt!!! Held ég hafi hlaupið þarna inn á ca 6 sinnum. Skelfilegt alveg hreint. Líka sérstaklega asnalegt, því eina fólkið sem sá þetta var allt "merkilega" fólkið, þ.e tískuelítan í Berlín, eins og Bernhard Vilhelm sem sat á fremsta bekk. Já, alltaf gaman að vera trúðurinn ;).
Annars var þetta mjög flott sýning og Helgu föt voru mjög flott. Líka gaman að Sylvie var eitt af módelunum í sýningunni.
Annars fórum við Helga í fyrsta skiptið á KurfursterDamm, aðalverslunargötuna í Vesturhlutanum. Höfum ekkert mikið verið að hangsa þar, en rosalega er allt stórt þar. Þetta er svona túristaparadísin, með öllum hugsanlegum verslunarkeðjum sem hægt er að ímynda sér. Fórum líka í Ka De Ve sem er stærsta mollið á meginlandinu, alveg hægt að týna sér þar, þó það væri ansi dýrt. Skemmtilegast var held ég nammideildin, sem var geeeeðveik. Fann í fyrsta skiptið saltlakkrís síðan ég kom hingað. Svo var sauma og föndurdeildin ótrúlega flott. Allavega, held ég geri ekki neitt í kvöld, er dauðþreytt. bæbæ

1 Comments:

Blogger Esther said...

Vá, Aðalbjörg á tvö börn. Erum við að verða fullorðin? Gleymdist alveg að láta mig vita af því.

Gekk þetta samt ekki vel þó þær hefðu látið sjá sig aðeins of snemma?

15 July, 2006  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker