Sunday, February 18, 2007

Berlín og bollur

Jæja, þá fer ég til Berlínar á morgun, við hæfi að það sé á bolludaginn, þó það séu nú ekki berlínarbollur sem við Íslendingar hámum í okkur á þessum tiltekna degi. Annars var þetta bara mjög afslöppuð helgi. Horfði nú á Eurovision í gær, að sjálfsögðu. Var þó nokkuð sama hver færi í ár, var ekkert sérlega hrifin af neinu laganna. En Eiríkur er nú alltaf svo svalur, þannig að ég var ágætlega sátt.

Annars er ég alltaf jafn ósátt hversu fáir nenna að commenta á mig. Vil nú alveg breytingar þar. Veit að einhver les þetta blogg, ´því ég er með svona tracker sem er alveg stórskemmtilegur. Get meira að segja séð hvaða leitarorð fólk notaði sem lét þau enda á síðunni minni. Eitt orð, sem kemur trekk í trekk er "fatalitun". Greynilega að fólk vantar upplýsingar um það efni. Get því svarað þessu fólki að hægt er að kaupa svona fatalit fyrir þvottavélar í búsáhaldarbúðinni á skólavörustígnum og í árbæ. Þá er það komið á hreint.

Jæja, blogga sennilega ekkert fyrr en eftir Berlín. Eigiði góða viku.

3 Comments:

Blogger Esther said...

Góða ferð til útlandsins.

18 February, 2007  
Anonymous Anonymous said...

Vá til lukku með FÍT verðlaunin og skemmtu þér massa vel úti. Mundu að skila kveðju til Láru...klárlega þess virði að eyða tíma í djamm með henni. Annars verðum við að hittast þegar þú kemur til baka :)

19 February, 2007  
Anonymous Anonymous said...

Góða ferð dúlla og skemmtu þér vel !!

Innilega til hamingju með viðurkenninguna :D Þú ert svo klár !!

Kossar og knús :*

Gyða

19 February, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker