komin aftur heim
Jæja, þá er Berlínarferðinni lokið. Hún var fín, þó hún væri nú ekki eins og ég ætlaði mér. Óvænti parturinn var að ég varð fárveik á miðvikudagskvöldið og því fóru fimmtudagurinn og föstudagurinn til spillis. Fékk í framhaldinu aftur þetta óþolandi kinnholuslímógeðiskvef sem ég var með fyrir mánuði síðan, þannig að ég er komin með óþolandi hósta og bólginn háls. Fyrir utan þetta, þá var gaman í Berlín. Eyddi samt mestum tíma í að hanga á veitingahúsum og kaffihúsum með vinum mínum og kjafta. En þannig átti það líka að vera, hitta skemmtilegt fólk og fara á uppáhaldsstaðina mína í Berlín. Annars hefur voðalega lítið breyst, fann það þegar ég kom. Leið svolítið eins og ég hafi aldrei farið frá Berlín og dálítið eins og ég væri að fara heim. Vissi ekki að ég hugsaði þannig um Berlín, en veit það núna.
Ráðgáta ferðarinnar er hvernig í ósköpunum ég fór að því að sofa á þessari ömurlegu dýnu í 4 mánuði. Dáist að fortíðarsjálfri mér. Voru ekki beint góðir endurfundir þar. Keypti ekkert rosalega mikið úti en ég keypti hönnunarbók febrúarmánaðar. Ákvað að splæsa á mig bók í dýrari kantinum, þar sem sú bók yrði óneitanlega ódýrari í Berlín heldur en ég hérna. Bókin heitir "New Masters of Poster Design". Stór og fín bók með fullt af fínum hönnuðum. Reyndar er einn kennarinn minn frá Berlín, Jianping He, í henni, kom skemmtilega á óvart. En hérna fyrir ofan er mynd af bókinni. Jæja, ætla að hanga heima í dag og horfa á alla þættina sem ég missti af í seinustu viku ;)
1 Comments:
lesa allt bloggid, nokkud gott
Post a Comment
<< Home