sögur úr bakaríinu
Þegar ég fór í bakaríið um daginn, þá var ég afgreidd af hobbita. Hann var ljúfur og góður í afgreiðslu og var eitthvað undarlega heimilislegt að fá brauðið sitt afgreitt af hobbita. Er ég ekki frá því að brauðið hafi jafnvel smakkast betur. Áðan fór ég í bakaríið og sá að hobbitinn var að vinna. Var ég að sjálfsögðu gífurlega ánægð, enda handviss um að fá einstaklega gott brauð. En nei, í staðinn kom til mín stórvaxinn ljóska og afgreiddi hún mig á stuttarlegan hátt. Hún meira að segja lét mig frá brauðið í bréfpoka, en þá harðnar brauðið miklu fyrr. Svo skammaði hún hobbitann fyrir eitthvað smávægilegt með sínum austurevrópska hreim. En þegar ég hugsa um það, þá gæti hreimurinn alveg eins verið frá Mordor...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home