Tuesday, January 22, 2008

Þjófnaður

Þegar ég kom heim áðan, þá hékk bútur af klósettrúllunni minni út um dyrnar. Kem inn og sé að klósettrúllan mín var ekki þar sem hún átti að vera. Þá hafði hún sem sé rúllað hálf út um dyrnar, þegar ég fór út í morgun, og einhver hefur virkilega haft fyrir því að draga hana út...þess má geta að svona rúlla kostar heilt zloty eða um 24kr íslenskar. Já, nágrannar mínir eru fávitar.
Annars er ég oggu pínku pirruð af Póllandi í augnablikinu, það verður gott að heimsækja Ingunni í Amsterdam. Fer ekki til Berlín núna. Það var ferlega erfitt að finna gott flug þangað, öll svo dýr. Fór í gær að athuga með lestarferðir og ég verð að segja að þjónustulundin á lestarstöðinni er alveg að drepa fólk. Þó ég geti alveg talað smá á pólsku, þá skil ég ekki alltaf hvað fólk segir við mig. Þannig að ég ákvað að nota bara ensku þarna, til að fá réttar upplýsingar. Einu upplýsingarnar sem ég vildi fá, var hversu langan tíma það tæki að fara til Amsterdam, og hvað það kostaði. Fór fyrst í miðasöluna, og hún benti mér á að fara í international miðasöluna. Fer þangað, og konan gat nú eitthvað bjagað á ensku. En hún benti mér að fara í information, og koma svo að kaupa miða. Þar talar kerlingin enga ensku og er heldur ekkert sérlega þolinmóð þegar ég reyni að spyrjast fyrir á pólsku. Sendir mig því aftur í international miðasöluna. Bið konuna þar um að hjálpa mér, hún fer eitthvað aðeins í tölvuna á bak við og segir svo "Ég veit það ekki", og segir mér að fara á kassa 22, en þegar ég fer þangað þá er enginn þar. Var svona oggupínku pirruð og fór út. En fyrir betur fer þá hef ég fundið flug frá Katowice til Eindhoven. Það verður því 2 tíma lest héðan til Katowice og svo 1 og hálfur tími frá Eindhoven til Amsterdam. Maður fer létt með það.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker