Thursday, January 24, 2008

húsnæðisleit og rucolaleit.

Ég hef verið á fullu í húsnæðisleitinni þessa dagana. Fór og skoðaði eitt herbergi í gær sem var rosalega vel staðsett, en það var frekar depressing. Brúnir veggir og alltof mikið af húsgögnum, og þetta var eiginlega allt mjög ömmulegt á vondan hátt, frekar en retró. Eeeen, er rosa stolt hvað ég er farin að skilja vel húsnæðisauglýsingarnar. Er komin með húsnæðis-orðaforðann á hreinu, sem gerir þetta allt mikið auðveldara. Við Miria erum að fara að skoða 2 herbergi í íbúð á laugardaginn.Hljómar rosa vel, 2 herbergi sem eru samtengd, með aðgang að eldhúsi, baði, þvottaaðstöðu og öllu. Herbergin eru samtals um 50 fm, og mjög stutt frá skólanum okkar og Wawel. Hljómar vel. Erum rosa spenntar.
Eeen, annað mikilvægt atriði. Fann rucolakál í fyrsta skiptið í Kraká. Og ferskt spínat og cherrytómata. Fann nefnilega þennan risa grænmetismarkað sem er rosa spennó. Getið ímyndað ykkur hversu hamingjusöm ég er. Búin að borða draumasalatið hennar Rögnu 2 daga í röð. Það er einn uppáhaldsmaturinn minn sem ég hef ekki borðað síðan í sumar, þannig að ég er glöð.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker