Monday, January 28, 2008

komin með herbergi

Fann óvænt herbergi í dag. Hafði hugsað um að finna kannski íbúð með Miriu, en það er dáldið dýrt. En allavega, herbergið sem ég fæ, er á ótrúlega góðum stað, rétt hjá Rynekinu, og í ótrúlega skrítinni og gamalli íbúð. Hún er mjög hrá og fáránlega skipulögð, en herbergið sem ég fæ er mjög kúl, stórt og hálfur hringur, með tveimur stórum gluggum. Það góða, er að út af því hvað þetta er hrátt, þá má maður gera allt, mála og svona. Mjög fyndið er að baðkarið er í eldhúsinu. Klóstið er annars staðar þó. Og það er hægt að loka eldhúsinu :)
Hérna er hægt að sjá myndir sem einhver gaur tók einu sinni. Þetta er þó ekki fólkið sme ég mun búa með. Fleiri myndir eru UNDIR stóru myndinni, sumum fannst það flókið(hósthóst sölvi...).
http://www.sakiewicz.com/komuna/komuna.htm

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ó. kom on! Mér fannst þetta líka yfirþyrmandi af því að þetta var ekki krækjan sem þú sendir mér. Ég sá bara mynd af einhverjum gaur, sem ég hélt að væri húsvörðurinn, og svo sá ég mynd af einhverri stelpu að lesa bók út á túni, sem ég hélt að væri þá túnið fyrir utan stúdentaíbúðirnar. Eða eitthvað.

Þau ykkar sem lenda beint á kommúnu myndasíðunni lifið létt.

En til hamingju. Þetta er greinilega frábær íbúð. Verður þú í herberginu þar sem einhver stelpa situr ofan á skáp?

28 January, 2008  
Blogger fanney ósk sizemore said...

jebbs.

29 January, 2008  
Anonymous Anonymous said...

OFURKÚL!

29 January, 2008  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker