Sunday, January 27, 2008

helgarfréttir

Ég lærði ótrúlega mikið um helgina...nei, reyndar ekki. En ég er búin að læra fullt af nýjum pólskum orðum meðfram húsnæðisleitinni minni. Ég og Miria fórum í gær að skoða 2 herergi í íbúð á besta stað í bænum. Leit mjög vel út, baðherbergið og eldhúsið rosa fínt. Eini gallinn er skortur á interneti. Ætlum að hringja morgun og spyrja betur út í það, því að mörg gömul hús hérna eru ekki með tengi fyrir það. Þannig að internetið er rosa hægt og lélegt. En kemur annars vel til greina. Förum svo annað kvöld að skoða íbúð. Annars var helgin bara mjög fin, föstudagurinn fór í sjónvarpsgláp og í gærkvöldi var partí i mínu herbergi, þar sem við spiluðum drykkjuleiki og hlustuðum á gömul íslensk sjómannalög, sem by the way féllu mjög í kramið. Dagurinn í dag fór bara í rólegheit, horfði á Chocolat og borðaði súkkulaði og svo bauð Dan okkur áðan heim til sín í te og köku og minitónleika. Hann syngur og spilar á gítar, og er nú bara nokkuð góður. En núna ætla ég að fara að sofa, dobranoc!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker