Wednesday, January 02, 2008

kraká-kráka

Gamlárskvöld var frábært. Ekkert skaup, horfi kannski á það seinna, og get þá SPÓLAÐ ÁFRAM! Vorum um 7 manns heima hjá Andi og borðuðum fondue og kjúkling og salöt, og maturinn og andrúmsloftið var bara frábært. Upp úr 11 bættist fleira fólk í hópinn og svo var farið út að skjóta flugeldum. Raketturnar er í talsvert lægri gæðaflokki en heima á Íslandi, en who cares. Það var samt stemming og fjör. Dönsuðum svo heima til 4, fórum svo á stað í Kreuzberg sem heitir West Germany, en einn vinur Andi var að spila. Það var gaman. Fórum svo á 8mm bar þar sem við vorum til 9:30. Ótrúlega skemmtilegt kvöld. Tók svo lestina í morgun kl 10, fór óvart í vitlaust sæti á 1.farrími, hélt ég væri á réttum stað. Var þar í 4 tíma, eða þar til vörðurinn kom að skoða miðanna. Þurfti þá að færa mig. En hei, náði þó ágætis svefni. Náði líka að lesa mikið í Óraplágunni, sem er stórskemmtileg. Var svo að komast að því að Ilona herbergisfélagi minn er að flytja annað á morgun! Hún er komin með algjört ógeð af ógeðisgaurunum á hæðinni. Don´t blame her, enda prófin í nánd. Ég fer örugglega að leita mér að einhverju bráðlega, fyrir næsta eða þarnæsta mánuð. Spurning hvað gerist þá í herbergisfélagadæminu hjá mér. Stundum er fólk óvart eitt í herbergi í nokkra mánuði, en svo gæti alveg eins verið að ég fái nýjan herbergisfélaga strax. Vona að það sé þá einhver almennileg manneskja.

1 Comments:

Blogger Sölvinn said...

Gleðilegt ár stelpa!

02 January, 2008  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker