Friday, October 13, 2006

spennufall

Búið að vera mikið að gera í skólanum, það voru skil í morgun, þannig að gærdagurinn fór allur í að læra-frá kl 8:30- 12 um kveldið. Svo héldum við kynningu í morgun, og er nú orðin nokkuð lagin með það, þ.e ekki eins hrikalega stressuð og ég var í gamla daga. EN nei, í morgun var ég sko stressuð. Vorum með báða kennarana okkar, svo voru 2 aðrir líka að dæma okkur, þannig þau voru 4, fyrir þá sem ekki kunna að telja. Það hefði nú ekki hrellt mig svo mikið, ef þetta hefði ekki verið slideshow, finnst ég alltaf svo asnaleg, þegar ég þarf að vera með þannig, eins og ég þurfi að vera í jakkafötum eða eitthvað. En eftir að hafa staðið þarna, eldrauð í framan og náð að stama út úr mér grunnupplýsingunum, nánast áfallalaust, fyrir betur fer voru slædurnar skírar, þá fékk ég bara góða gagnrýni. Þau voru voða hrifin, þannig að ég þurfti ekki að vera svona rosalega stressuð. Gott að láta bara verkin tala sínu máli. Held ég hafi það bara nokkuð rólegt í kvöld, en ralli eitthvað á morgun í staðinn. Bæbæ

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker