Wednesday, October 04, 2006

david bowie

Skrítið þegar maður veit af einhverjum tónlistarmanni...ja næstum alltaf, en svo allt í einu "uppgötvar" maður hann. Það er einmitt það sem gerðist hjá mér um daginn, og því hef ég ekki spilað annað en David Bowie þessa dagana, er gjörsamlega að verða ástfangin af honum. Það fyndna var að rétt eftir að ég fór að spila hann, þá las ég bókina Dýragarðsbörnin- Wir Kinder von Bahnhof Zoo. En þeir sem hafa lesið bókina vita að Bowie var uppáhaldstónlistarmaður Kristjönu á hennar heróínárum, skemmtileg tilviljun. Allavega, Bowie átti heima á svipuðum tíma og hún í Berlín, og er mjög áhugavert að hlusta á Berlínarþríleik hans- plöturnar Heroes, Low og Lodger, með það í huga, og líka á lögin sem hann samdi fyrir myndina um Dýragarðsbörnin, svakalegir textar, fór sjálf næstum að væla yfir Heroes- lúðinn ég :)

Annars er ég búin að vera að skoða 50s slang, stórskemmtilegt alveg hreint. Uppgötvaði mér það til mikillar gleði að þegar maður segir: "See ya later aligator" þá á maður að svara á móti: " In a while crocodile", hef aldrei vitað þetta, þó að allir sem ég segi frá þessu vissu þetta fyrir! Takk fyrir að láta mann vita :(
Allavega, þýðir ekki að ergja sig yfir þessu, fann hvort eð er miklu betri frasa:
"What´s buzzin cuzzin"- þýðingin er "What´s new" Ekkert smá svalt ;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker