Sunday, October 22, 2006

Airwaves Hairwaves

Já, það gæti nú alveg verið nafnið á þessari hátíð, algjör emoparadís, verð að segja að ég hef ekki séð eins mikið af flottum klippingum samankomnum á einum stað áður, fann mjög mikið til lubbans á mér, held það sé kominn tími á skærin. Allavega, annars alveg stórskemmtileg hátíð og misgóð bönd að spila. Hér er það sem ég sá og hvað mér fannst um það :):

Cynic Guru - nokkuð töff bara
The Telepathetics - þeir eru ágætir, mjög misgóð lögin þó
Noise - booooring, fékk þó góðan tíma til að pæla í airwaves 2006 lógóinu ;)
We are Scientists - fallegra band hef ég ekki séð lengi, veisla fyrir augu og eyru
Dikta - gera þetta vel, en mér finnst þeir bara frekar leiðinlegir
Mates of State - mjög skemmtilegt band, kom á óvart
Hot Club de Paris - skemmtilegast að heyra þá tala með mjög sterkum breskum hreim :)
Tilly and the Wall - Ágætis band, en skemmtilegast að hafa steppdansara sem "trommara"
Klaxons - Geeeeðveikt góðir!!!
Mugison - Hann var ágætur, skil samt nú ekki allt fárið í kringum hann
Love is All - mér fannst þau skemmtileg, töff söngkona, í mjög töff kjól :)
Islands - missti af helmingnum vegna raðar, en fannst það sem ég sá mjög ljúft
Apparat Organ Quartet - fannst þeir ágætir, ekkert vá, spiluðu ekki eina lagið sem ég kann með þeim :(
Jakobínarína - Þeir voru skemmtilegir, eitthvað svo littlir og dúllulegir
The Go! Team - pepphljómsveit dauðans, en samt bara gaman, þó lögin væru öll eins
Trost - Toppurinn á hátíðinni, ótrúlega góð!!! Súpersvöl gella, flott band, hún var kófdrukkin á sviðinu, á 20 cm háum hælum klifrandi upp á borðum í þjóðleikhúskjallaranum, stökk meira að segja á milli og datt, en hélt áfram að syngja, geeeeðveikt flott. Verst hvað það sáu hana fáir, en bara betra, ótrúlega svöl
Úlpa - Ágætir, en ekki minn tebolli
Walter Meego - heldur ekki minn tebolli
Benny Crespo´s Gang - skil ekki afhverju, en ég fæ athyglisbrest þegar þau spila
Fields - komu mér á óvart, nafnið passaði vel við þau, mikil víðáttutilfinning í lögunum, bara nokkuð góð
Brazilian Girls - lögin mörg hver svipuð, en skemmtilegt attitúd og geðveikur búningur gerðu þetta að einum af skemmtilegustu tónleikunum. FLott söngkona

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker