Sunday, September 03, 2006

flutt!!!

Jább, flutti inn í gær. Að sjálfsögðu voru elskuleg systkinin mín til í að hjálpa, og fékk ég bílinn hjá Gunna og tvær sterkar hendur frá Hebba og Elínu. Þetta er bara orðinn vani hjá mér á þessum tíma árs....Laufin fara að falla, skólinn er að byrja....og Fanney flytur, 3ja árið í röð, og verð ég að segja að við erum orðin nokkuð góð í þessu.
Nú er samt allt í drasli í herberginu mínu, því ég fékk þá hugdettu að mála húsgögnin mín, málaði kommóðuna mína eldrauða, og verð ég að segja að sá litur er bara nokkuð ævintýralegur og fallegur á henni. Svo er skrifborðið mitt í þeim prósess að verða svarbrúnt, en ég veit ekki alveg hvernig það á eftir að takast, kemur í ljós. Annars sá ég alveg fyrir mér að þetta yrði alveg stórskemmtilegt, en satt að segja finnst mér þetta hundleiðinlegt, enda þurfti ég að grunna húsgögnin fyrst og mála svo tvær umferðir. Svo þarf ég geðveikt að passa að ekkert fari í parkettið, því ég er ekki með bílskúr, þannig að það eru svartir plastpokar út um allt. Svo er ég náttla svo heimsk að gleyma að kaupa terpentínu, þannig að ég er öll út í málningu, meira að segja með einn klístraðan lokk í hárinu, auðvitað. EN þetta verður allt voðalega fallegt þegar þetta verður tilbúið.
Annars svaf ég í nýja rúminu mínu í fyrsta skiptið. EKki laust við að ég fengi nett víðáttubrjálæði. Átti eiginlega erfitt með að sofna, því mér fannst ég ekki vera að nýta plássið nógu vel. En ég held að það venjist fljótt, eyði bara vetrinum í rúminu held ég :).
Jæja, held ég fari nú að sofa, góða nótt

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

líffræðilega séð fékkstu 4 hendur til að hjálpa frá mér og hebba :)

04 September, 2006  
Anonymous Anonymous said...

Hæhæ !
Til hamingju með að vera flutt...hlítur að vera notalegt !
Dugnaður í þér að vera að mála húsgögnin þín en það verður örugglega flott þegar það er búið...líst by the way mjög vel á þennan rauða lit.
Við vorum einmitt að koma úr Ikea og keyptum skræpótta púða og stóra mottu í stíl...finnst það bara koma vel út :D

Annars vildi bara kasta á þig kveðju :D

Kossar og knús :*

05 September, 2006  
Anonymous Anonymous said...

Kveðja Gyða...gleymdi að skrifa það fyrir ofan ;)

05 September, 2006  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker