Wednesday, September 13, 2006

þreytt en hamingjusöm

Jæja, kláruðum pósterkúrsinn með sýningu í dag. Þar sem ég, Ragna, Kristín og Úlfur vorum svo afskaplega dugleg að klára okkar plaköt í gær, þá fórum við í smá hópavinnu í dag. Kennarinn vildi að við myndum nú fara og flippa smá, en þar sem við vorum öll orðin dáldið þreytt, þá ákváðum við að brjóta þetta dáldið upp og fara í svona stöðvar. HVer okkar myndi vera með einn lit, svo myndum við öll gera eitthvað á hvert plakat, fórum bara hringinn. Náðum með þessum hætti að gera 12 plaköt á mjög stuttum tíma og sum þeirra voru bara frábær. Verð ég að segja að þetta sé í fyrsta skiptið á ævi minni sem mér þykir virkilega gaman í hópavinnu.
Á sýningunni var bara ansi gaman og ótrúlegur árangur og slatti af plakötum sem var þar, miðað við 3ja daga workshop. Finnst ég hafa lært svo ótrúlega mikið af kennaranum mínum, og er ég ekki frá því að ég sæki um í Stuttgart á sama tíma og ég sæki um í Póllandi. Frábær kennari og ótrúlega hæfileikaríkur. JÆja, nú er ég þreytt og ánægð eftir þessa törn, enda búin að gera mjög mikið seinustu daga. Jæja, best að fara að horfa á Rockstar, þori samt að veðja að Magni dettur út núna og að valið verði á milli Dilönu og Toby, eða Lucas og Toby, eða eða eða, jæja, þetta kemur í ljós, erfitt að segja, góða nótt.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker