Monday, September 11, 2006

pósterkreisíness

3 prófessorar frá Berlín mættu í dag. EInn þeirra heitir Henning Wagenbreth, sem vill svo til að var kennarinn minn útí Berlín. Þrátt fyrir að okkur kom ekkert allt of vel saman alltaf, þá virtist hann voðalega ánægður að sjá mig. Annar þeirra heitir Niculous Troxler, og það fyndna er að ég kannaðist nú bara við hann. Hitti hann á Póstersýningu í Berlín og vorum við þá einmitt að tala um skyrtuna hans, sem er ein sú allra flottasta og skrautlegasta sem ég hef séð. Hann mundi nú bara eftir mér þegar ég minntist á það, lítill heimur. Sá þriðji Gerwin Smith, hef ég nú aldrei hitt fyrr en í dag. Þeir eru hér komnir til að halda pósterworkshop fyrir 2.og 3ja árs nema í grafískri hönnun. Þurftum við að velja einn kennara, og valdi ég Troxler enda fílaði ég verkin hans best. Er ég því komin í stenslagerð, sem er bara challenge þar sem ég hef aldrei unnið með stensla. Fór svo í dag að kaupa mér spreybrúsa, og verð ég að segja að þetta er mér heimur sem hefur verið hulinn þar til nú. Keypti tvo brúsa, og svo þurfti ég að velja tappa á brúsana, og stærðina á þeim. Meikar alveg sens, en hef bara aldrei á ævinni pælt í þessu. Mjög skemmtilegt. Allavega, er rosalega spennt yfir þessum kúrs, og held ég eigi eftir að gera geðveikt töff plakat, svo bara blessbless

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker