Tuesday, September 05, 2006

leturkrísa

JÆja, rauða kommóðan kom vel út, en skrifborðið fékk ekki alveg litinn sem ég var að vonast eftir, en ég lét það duga. Nenni ekki að mála meira. Gat líka loksins í dag, farið að taka upp úr kössum og svona, þannig að núna er herbergið bara orðið ansi fínt. Vantar bara að setja stóru myndina mína sem ég gerði í Berlín upp á vegg, en það verður erfitt þar sem hún er ja, bara dáldið mikið stór. En athuga hvort það verði ekki hægt að troða henni einhversstaðar.
Er bara á fullu að búa til letur. Er alveg ferlega rómantísk og er að gera þvílíkt gamaldags og fallegt letur, en er samt í smá krísu, þar sem ég fékk ekkert alltof góða gagnrýni í dag, og þarf því að vinna mikið fyrir föstudaginn, við að samræma stafina og svona. Er eiginlega dáldið boring að gera letur, maður er í rauninni alltaf að teikna sömu serifina aftur og aftur, bara með smá tilfærslum, efast um að ég verði stórtækur leturgerðarmaður í framtíðinni. Verður gott að fara í vikufrí frá þessu í næstu viku, en þá koma 3 þýskir hönnuðir og verða með pósterworkshop fyrir okkur og 2.árið í viku. Þar á meðal verður minn "yndislegi" kennari frá Berlín, Professor Henning Wagenbreth. Lítill heimur. En það verður ágætt að hitta kallinn, þó hann sé ekki minn uppáhalds kennari, þá er hann ágætur maður.
Annars fékk ég hræðilegar fréttir frá Berlín. Oskar, naggrísinn hennar Andi er látinn. Ég syrgi hann mjög, enda ekki til sætari og klárari naggrís í heiminum. Einna mínútu þögn handa honum..........

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker