Tuesday, September 26, 2006

moonlights daydream

...er geðveikt lag. Allavega, var í yfirferð með leturpósterinn í gær og gekk minni ekki svo glimrandi vel. Verkefnið var að sýna letrið sem við erum búin að vera að ströglast við að gera, nafnið á letrinu er fyrirsögnin og svo formheimurinn sem passar við letrið. Hér er minn póster:

Já, vinsamlegast kommentið og segið mér hvað plakatið er flott. Fæ ekki alveg nógu mikið af því hérna, eða kommentum yfirleitt.
Annars er ekkert merkilegt að frétta, hausinn á mér er bara yfirfullur af hugmyndum fyrir næsta verkefni. Eigum að halda áframa að vinna með letrið okkar- búa til fyrirtæki sem passar við letrið-lógó og branding. Vil ekki segja alveg hvað ég ætla að gera en get nefnt nokkur stikkorð: dark, goth, mystík, marionettes, dante, o-ópera...vúúú. Verður spennó, get lofað því.
Jú, var að byrja að lesa Dýragarðsbörnin, skömm að því en ég hef víst aldrei lesið þessa bók. Er svo mikill kortalúði, sit hérna með berlínarkortabókina mína við hliðina á mér, og hef hana tilbúna til að glugga í, þegar ég sé óþekkta staði. Þetta er nefnilega helvíti magnað að hafa svona nákvæmt kort. Er yfirleitt alltaf með landakortabókina mína hjá mér þegar ég les bækur sem gerast í öðrum löndum, en hef ekki haft svona nákvæmt kort áður, anskoti gaman :)
Jæja, ætla að halda áfram að lesa, bæbæ og munið-komment!!!

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég var einmitt að skoða letrið þitt á Flickr. Er að fíla þetta svakalega vel.

Esther

29 September, 2006  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker