Thursday, March 23, 2006

hár og fatalitun

Dagurinn er búinn að fara að mestu í bjútítrítment, þ.e. geystist út um allan bæ að reyna að finna mér kjól fyrir árshátíð Lhí á morgun, en nei, fann engan. Svo fór ég til Elínar og lét hana lita á mér hárið. Er það nú orðið kolsvart, alveg eins og ég vil hafa það. En ekki er nóg að lita bara hárið á einum degi, er núna að bíða eftir þvottavélinni. Ákvað að fara í smá tilraunastarfsemi og lita gamlan jakka sem ég átti með þvottalit. Verst að mér finnst þetta vera svo hrikalega riskí eitthvað. Maður hellir litnum(sem lítur út eins og aska af dauðri manneskju) yfir fötin manns í vélina, og stráir svo hálfu kílói af salti yfir. Svo ýtir maður bara á start takkann. Núna er vélin að vinda og ég er svo hrædd um að ég hafi eyðilagt þvottavélina eða eitthvað. Mjög ólíklegt, en samt týpískt. Já, það verður væntanlega svaka stuð á árshátíðinni á morgun, er hrikalega fegin að hún var haldin áður en ég fer út, gott tækifæri að djamma hressilega með skólafélögunum áður en ég legg á vit ævintýranna...
Annars voru skemmtilegir endurfundir í dag, rambaði á Kristíni Guð og Fríðu þar sem þær sátu á Te og Kaffi í dag, virðist ríjúníon vera í uppsiglingu hjá mdl, en spurning hvort það verði áður en ég fer út, kemur í ljós...Jæja, ætla að tékka á jakkanum mínum, vona bara það besta...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker