Monday, March 20, 2006

ferningar eru bara ferningar...

Jæja, eftir alveg stórskemmtilegan kúrs hjá Karlssonwilker, þá er ég aftur komin í ógeðis ferningsverkefnið. Deildarstjórinn í Lhí, er að kenna mér þennan áfanga, og ég bara skil ekki hvernig er hægt að vera svo hrifinn af ferningum. Maðurinn gjörsamlega elskar ferninga( enda arkitekt) og talar um að ég ætti að reyna finna nýjar leiðir til að vinna með ferninga og ég veit ekki hvað. Gallinn er sá að ég er ekkert svona hrifin af ferningum. Reyndar á ég erfitt með að segja að ég sé hrifnari af einhverjum formum frekar en öðrum. Þetta vinnur allt best saman að mínu mati. Pæli miklu meira í áferð og litum heldur en ferningum eða kössum. Held ekki að ég sé með neitt svona fetish fyrir einhverju. Ef eitthvað, þá veit ég frekar hvað ég vil ekki. T.d þá hata ég gradienta, bara þoli þá ekki. Finnst þeir hrikalegir. Svo alltof smoooooth og bara væmnir og hallærislegir og ég bara veit ekki hvað. Á líka erfitt með að þola ljósmyndir treisaðar í illustrator. Það er líka svo eitthvað smoooth og tilfinningalaust. Vantar allan karakter í þannig teikningar að mínu mati. Já, þá er ég búin að koma því frá mér. Jú, kannski er ég búin að finna fetishið mitt. Ljósritunarvélin niðrá skrifstofu í skólanum. Ég gjörsamlega elska þessa ljósritunarvél. Hún er frekar gömul og ljósritar frekar "illa", en áferðin er geeeðveik. Nota hana óspart. Já, deildarstjórinn má eiga sína ferninga í friði á meðan ég stel ljósritunarvélinni.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker