Sunday, March 26, 2006

Árshátíð og Glitnir

Já, fór á árshátíð listaháskólans á föstudaginn og var það bara hin besta skemmtun. Fórum með rútu til Kjalarness, og var árshátíðin haldin í félagsheimilinu þar. Þetta var mjög fyndið allt saman, þar sem ég fékk svo mikið flassbakk frá því ég var í grunnskóla fyrir austan. Þar fórum við alltaf í rútu til annara fjarða til að fara á ball, og voru þau iðulega haldin í einhverju ljótu félagsheimili sem öll líta eins út. En árshátíðin var stórskemmtileg, og fín tilhögun að halda hana " út úr bænum" þar sem allir fóru og komu á sama tíma.

En yfir í allt aðra sálma: Glitnir. Nú er þetta risastórt fyrirtæki og það sem mér finnst ferlega skrítið er hvað allar auglýsingar, lógó og bara allt prentefni frá þessu fyrirtæki virðist svo illa og fljótfærnislega unnið. Lógóið er alveg hrikalegt, gamla íslandsbankatvirlið og þessi leturtegund passa bara engan vegin saman, svo þessar hrikalegu auglýsingar með grafið á augabrúninni og munnvikinu, ótrúlega hallærislegt, og svo á það að vera stolið í þokkabót frá einhverjum norskum banka. Hver fer að stela þessari hugmynd af öllu. Er heldur ekki nógu ánægð með þennan rauða lit, finnst hann aðeins of aggresívur, hefði mátt vera aðeins dekkri. Er eiginlega fegin að vera ekki í þessum banka, því þá hefði ég skipt. Myndi ekki treysta banka með þessari ímynd, banki sem stelur...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker