Saturday, March 11, 2006

1.þáttur

Þetta er nú ekki mín fyrsta tilraun til bloggs, en í stað þess að halda áfram með gamla bloggið, þá ætla ég að byrja upp á nýtt á nýjum stað. Að sjálfsögðu er það af tilefni þess að ég fer sem skiptinemi til Berlínar eftir 3 vikur og þá vonandi að ég hafi eitthvað merkilegra að segja.
Það er eitthvað við svona byrjanir, best að gera hlutina alveg upp á nýtt. Eins og þegar ég tek mig til og ætla að hætta einhverju, þá verð ég alltaf að byrja annað hvort á 1.degi mánaðar eða á mánudegi. Þá einhvern vegin ganga hlutirnir betur, eða maður heldur allavega að þeir geri það.
Já, það má segja að ég hlakki mikið til að fara út. Þjáist núna af svokölluðu pre-berlinsyndrom, dagarnir virðast einhvern vegin lengri og leiðinlegri. Kannski það sé að hluta til verkefninu sem ég er að gera í skólanum að þakka. Er að gera research á þremur hönnuðum sem allir unnu mikið með ferninga í verkum sínum- Max Bill, Josef Albers og Louis Kahn. Allt mjög klárir karlar, en verkefnið mitt virðist einvern veginn svo pointless og ég næ einhvern veginn ekki að leggja allan minn metnað í þetta. Vildi að ég fengi bara að hanna eitthvað skemmtilegt. En allavega, þetta á að vera skemmtilegt blogg, ekkert rövl, eða allavega ekki í miklu magni. Ég er bara þreytt núna og kveð því að sinni.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker