Sunday, November 05, 2006

leti og lambakjöt

Skrítið hvernig maður virkar. Því meira frí og tíma sem maður hefur því minna gerir mann. Það er allavega reynsla mín af þessu vikufríi mínu í skólanum, hef held ég gert allt annað heldur en að læra. Afleiðingar þessarar leti mun ég væntanlega finna fyrir í vikunni, það verður nóg að gera. Bæði er ný lota að byrja- og í þessari lotu er ég í ansi mörgum kúrsum, plús að það eru ritgerðarskil á miðvikudag og stór yfirferð á föstudag. Er farin að kvíða bærilega fyrir þessari viku. Gærkvöldinu eyddi ég í að gera ekkert- ætlaði að passa mig á að djamma ekkert svo ég gæti lært í dag. Held ég hefði frekar átt að eyða deginum í þynnku-held það hefði verið betri afsökun fyrir að byrja ekki á ritgerðinni. En var boðið áðan í mat til Kristínar, alvöru sunnudagssteik-lamb og kartöflur og allur pakkinn. Ekki oft sem maður fær svoleiðis. Jú, fæ reyndar nóg af kartöflum- lifi nánast á þeim, en einhver skortur er á lambinu. Gerði samt heiðarlega tilraun áðan til að reyna að gúgla einhverju fyrir áhrif miðla-ritgerðina. Ég ætla að skrifa um ljósritunarvélar sem miðil í grafískri hönnun. Rakst þá á þessa skemmtilegu mynd- verð að segja að ég myndi gefa mikið fyrir svona maskínu-ljósritunaráhugamanneskjan sem ég er. Sennilega geðveikt flott áferð á þessu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker