leti og lambakjöt
Skrítið hvernig maður virkar. Því meira frí og tíma sem maður hefur því minna gerir mann. Það er allavega reynsla mín af þessu vikufríi mínu í skólanum, hef held ég gert allt annað heldur en að læra. Afleiðingar þessarar leti mun ég væntanlega finna fyrir í vikunni, það verður nóg að gera. Bæði er ný lota að byrja- og í þessari lotu er ég í ansi mörgum kúrsum, plús að það eru ritgerðarskil á miðvikudag og stór yfirferð á föstudag. Er farin að kvíða bærilega fyrir þessari viku. Gærkvöldinu eyddi ég í að gera ekkert- ætlaði að passa mig á að djamma ekkert svo ég gæti lært í dag. Held ég hefði frekar átt að eyða deginum í þynnku-held það hefði verið betri afsökun fyrir að byrja ekki á ritgerðinni. En var boðið áðan í mat til Kristínar, alvöru sunnudagssteik-lamb og kartöflur og allur pakkinn. Ekki oft sem maður fær svoleiðis. Jú, fæ reyndar nóg af kartöflum- lifi nánast á þeim, en einhver skortur er á lambinu. Gerði samt heiðarlega tilraun áðan til að reyna að gúgla einhverju fyrir áhrif miðla-ritgerðina. Ég ætla að skrifa um ljósritunarvélar sem miðil í grafískri hönnun. Rakst þá á þessa skemmtilegu mynd- verð að segja að ég myndi gefa mikið fyrir svona maskínu-ljósritunaráhugamanneskjan sem ég er. Sennilega geðveikt flott áferð á þessu.

0 Comments:
Post a Comment
<< Home