Wednesday, November 22, 2006

mótmæli slyddu-upp(niður) með snjóinn

Eins og held ég flest alla daga, þá gerist ekkert hjá mér nema skóli og stöku djamm. Erum að fara að gera video núna, held það verði bara ágætt, þó mér finnist nú yfirleitt skemmtilegra að vinna með prent. Er komin með leiðbeinanda fyrir BA ritgerðina mína: Pólski plakatastíllinn og hvernig pólítískt umhverfi hafði áhrif á hann. Leiðbeinandinn heitir Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur og rithöfundur. Þekki ekki mikið til hans, þó mér skiljist að þetta eigi að vera nokkuð öflugur kall og góður penni. Vona bara að hann sé ekki leiðindapúki með prik upp í rassinum, og hafi þolinmæði fyrir fólk sem er ekkert alltaf að skrifa ritgerðir ;)
Fór á bekkjarskemmtun hjá Eyju á mánudaginn, krúttlegast í heimi. Þau voru búin að undirbúa söng og svona. Svo voru einhver skemmtiatriði sem voru geðveikt fyndin, þó þau ættu ekki að vera það, muhahaha. Neinei, þau voru voðalega dúllur. Jæja, ekkert meira svosum að segja, bæ í bili, fanney

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker