Thursday, April 03, 2008

Helguheimsókn

hæhæ, búin að vera ansi bissí seinustu daga þar sem Helga kom að heimsækja mig frá Lundúnarborg. Það var ekkert smá gaman að fá hana í heimsókn, tala íslensku og sýna henni ALLT! Svo margir sem hafa sagts ætla að koma en standa aldrei við það, þannig góð tilbreyting :P Á þeim stutta tíma sem hún var hérna, fórum við í Wielizka saltnámurnar, til Zakopane, Nowa Huta ásamt því auðvitað að rölta um alla Kraká og skoða það sem vert er að skoða þar. Svo fórum við út á bæði föstudags og laugardagskvöldið. Skemmtilegast var þegar við fórum til Zakopane, en við fengum far með Miriu og mömmu hennar sem líka var í heimsókn. Þær þekkja Zakopane mikið betur heldur en ég, og því fórum við alla leiðina upp í eitt fjallið með svona lyftu(cablecar). Ég hef aldrei á ævinni farið upp í svona rosalega hátt fjall, engin smá upplifun! Veðrið var rosalega gott, eins og það er búið að vera alla helgina, eða í kringum 17 gráðurnar, en það var allt ennþá á kafi í snjó upp í fjallinu. Svo gaman að rölta og rúlla sér í snjónum og klifra upp á fjallið. Þar sem Zakopane er alveg á landamærunum á Póllandi og Slóvakíu, þá gat maður staðið með aðra löppina í Póllandi og aðra í Slóvakíu. Þannig að það má segja að við höfum farið til útlanda líka ;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker