dægradvalir
Nei, ég er á lífi,ekki enn búin að drekka mig í hel í Kazimierz og vonandi ekki í bráð. Ástæðan fyrir leti minni í bloggheimum, er að ég hef varla verið heima hjá mér. Með 15-20 stiga hita alla daga þá nenni ég hreinlega ekki að hanga inni. Er búin að eyða dögunum með Miriu að borða mandarínur við Wisla ána og kvöldunum í Kazimierz við drykkju og spjall við skemmtilegt fólk. Skólinn, hann kemur einhverstaðar þarna á milli, því að í þessari viku eru próf. Í þokkabót er ég að útbúa nix coverið fyrir bandaríkja og hugsanlega uk markað og í sárlegri leit að vinnu fyrir sumarið, sem by the way gengur ekkert. Þannig ef einhvern vantar grafískan hönnuð til vinnu í sumar...CALL ME!
1 Comments:
Hæhæ !!
Öfunda þig af góða veðrinu!! !!
Gangi þér vel í prófunum !!
Knús :*
Gyða
Post a Comment
<< Home