Monday, August 21, 2006

frábært borð

Byrjaði í skólanum í morgun. Eftir að hafa kviðið því í 3 vikur-eða bara allt sumar að fá ótrúlega lélegt vinnustofuborð, einhvers staðar útí horni,þar sem er þungt loft og engin birta, þá mætti ég hress í morgun og nei sko, ef ég er ekki bara fyrst með Kristíni á staðinn. Ég fékk því borð sem gæti ekki verið betra, við gluggann, þannig að ég get stjórnað loftstreyminu, mikil birta, fullt af innstungum sem ég get einokað. Er samt á góðum stað, nálægt öllum í grafíkinni þannig að ég missi ekki af mikilvægum tilkynningum og svona. Þarna var sko þungu fargi af mér létt.
Þeir sem halda að ég sé að ýkja, hættið því. Þetta borðamál er nefnilega stórt mál, sérstaklega á lokaárinu. Við höfum nefnilega okkar eigið borð, sem við eigum eftir að eyða miklum tíma á, og það er ekki gott að fá vont borð.
T.d í fyrra, þá fékk ég ekkert sérstakt borð. Var við gangveginn, þannig að allir sáu auðveldlega hvað ég var að gera- þrátt fyrir skilrúm. Ég þurfti að hafa millistikki- mjög langt, því ég þarf svo mikið af innstungum og svo lengri adsl kapal, sem ég nennti aldrei að kaupa og notaði því bara wireless, sem er miklu hægara og kemur í veg fyrir mikið download. Svo voru stelpurnar sem sátu næst "mínum" glugga algjörar kuldaskræfur þannig að þær lokuðu alltaf glugganum, þannig að ég var alltaf að deyja úr hita og andrúmsloftleysi, plús að ég fékk minni birtu sem er ekki æskilegt þegar maður er að teikna. Já, gott borð gerir því lífið betra. Ekki verra að ég náði einum af tvemur góðu stólunum, sem er bara plús. Held ég verði hamingjusöm á borðinu mínu í vetur :)

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ sæta !

Ætlaði bara aðeins að kasta á þig kveðju...maður er strax farin að sakna þín og við sem sáumst bara einu sinni í sumar... ;(

Njóttu góða borðsins í vetur :D

knús :*
Gyða

28 August, 2006  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker