Sunday, August 13, 2006

húsnæðisleit

Þar sem ekkert gerist hjá mér þessa dagana, þá hef ég voða lítið nennt að skrifa. Það helsta er kannski að ég er í svakalegri húsnæðisleit. Þrátt fyrir mikið af höfnunum og púl, þá finnst mér þetta alltaf lúmskt gaman. Vera geðveikt inn í þessu og skanna allar auglýsingar. Fá adrenalínkikkið þegar ég sé auglýsingu sem gæti passað fyrir mig, jebbs, mér leiðist dáldið þessa dagana.
Annars er fólk alveg ótrúlega bjartsýnt þegar það er að leigja út herbergi. Fór nú að skoða eitt herbergi, sem átti að vera 16.fm, með eldunaraðstöðu og baði. Herbergið var ekki 16 fm, frekar svona 12, "eldunaraðstaðan" var ískápur og ein hella. Og sturtan var inn í þvottahúsinu sem var sameiginlegt fyrir allt húsið og klóstið einhver staðar lengst í burtu. Til að toppa þetta, þá var herbergið kjallaraherbergi, varla með glugga og teppi og innifalið var 2 fm skrifborð. Þetta átti að vera á 30000.
Nei, ég er ekkert sérlega pikkí, en ég þarf að búa einhvers staðar í ár, og hugsa að þetta hjálpi ekki til að halda geðheilsunni í myrkasta skammdeginu. Sá samt ótrúlegri auglýsingu á leigulistanum, einhver vill leigja út 18 fm herbergi með aðgangi að öllu á 50000, hiti og rafmagn ekki innifalið og vinnuframlag er líka krafist, því þessi 50000 kall er víst ekki nóg!!! Hvað er að fólki!

Allavega, ef einhver fréttir af herbergi í stærra lagi(20fm),í miðbænum með aðgangi að eldhúsi og baði og á ekki meira en 35000, þá látið mig vita.
email: fanneypoppins@hotmail.com, sími 8479737

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker