Saturday, March 01, 2008

change of plans

Jæja, endaði aldrei með því að fara til Wroslaws. Hlakkaði rosalega til, en eins fáránlegt og það er, þá vildi kærasta Piotreks ekki að ég kæmi. Mjög heimskulegt, líka þar sem við búum saman. En þar sem mig langaði rosalega að fara í stutt ferðalag, þá fór ég með Miriu og vinkonu hennar til Zakopane. Sá ekki eftir því, því að þetta var rosa góð ferð. Við vorum allar þunnar eftir fimmtudagskvöldið, en ég verð að segja að fjallaloftið og nóg af oscypki sé góð lækning við þynnkunni. Vinkona Miriu er frá Englandi og hefur aldrei farið upp í fjöll áður, þannig að þetta var ótrúlega sérstakt fyrir hana. Fórum með svona lyftu upp í eitt fjallið, og vá, hvað þetta var fallegt! Hún hafði heldur aldrei verið í miklum snjó, þannig að hún gleymir þessari ferð ekki brátt.
Allavega, partýið á fimmtudaginn hjá Miriu, var rosa fínt. Margir af nýju krökkunum úr skólanum komu líka og mér leist bara vel á þau...eða sum þeirra. Eftir nokkur vodkaglös á ég talsvert auðveldara með að tala á pólsku og ég átti í heilu samræðunum við fólk. Ekki slæmt það. Finn strax að ég hafði gott af því að fara í erfiðari bekk, því ég þarf að æfa mig meira, þannig að þetta virkaði eins og spark í rassinn á mér. Er orðin talsvert sleypari að tala bara á einni viku :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker