Friday, March 14, 2008

daglegt amstur

Þar sem enginn virðist sýna neinn áhuga á páskasamkeppninni, þá er ég ekkert að setja inn heimilisfangið mitt. Það verður því víst ekkert páskaegg í ár. Ég mun líkleast eyða páskunum í Wroslaw með fjölskyldunni hans Piotreks og honum auðvitað. Með góðfúslegu leyfi kærustunnar. Foreldrar hans voru víst ferlega svekkt þegar ég kom ekki seinast, og það verður gaman að prófa að upplifa pólska páska. Samkvæmt hefðinni fylgir þeim mikil vodkadrykkja, sem ég viðurkenni að mér er alveg sama um :)
Annars er lífið frekar tilbreytingarlítið þessa dagana, bara skóli og stöku barrölt, eins og vanalega. Í gær í Folklore kúrsinum mínum vorum við í leikskólastemmingunni að föndra hefðbundið pólskt páskaföndur. Gaman, gaman :D Svo ótrúlega fínn kúrs, erum alltaf bara í einhverju flippi að dansa pólska þjóðdansa eða syngja. Rosa fjör. Svo er ég líka í leikhúskúrsi. Setjum upp einhverja nútímaútgáfu af Pan Twardowski sem er svona Sæmundur Fróði pólverja. Einhverja hluta vegna fannst kennaranum að ég ætti að leika djöfullinn í líki nemanda. Eitthvað út af dökku yfirbragði mínu. Mér fannst það frekar fyndið, þó ég hefði verið alveg sátt við að leika bara ský eða tré.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir sönginn, það toppar enginn þetta!!

kveðja Guðbjörg

14 March, 2008  
Anonymous Anonymous said...

Já enn,ég var að bíða eftir heimilisfanginu;)

Kveðja Gunni

14 March, 2008  
Anonymous Anonymous said...

Einmitt! Ekkert egg ef þú situr á heimilisfanginu. Eins og skáldið sagði:
"Á sér sat hann, hann satan"

Herra Hebbi.

14 March, 2008  
Anonymous Anonymous said...

já eimmeitt, ekkert heimilisfang, ekkert páskaegg. Eg held samt að pólska prins póló páskaeggið sé ekkert verra en frá Nóa.

ingunn

15 March, 2008  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker