Thursday, April 27, 2006

ich heiβe Fanney

Eins og sjá má, þá er ég byrjuð í þýskukennslu. Það var bara alveg stórskemmtilegt, algjörlega beisik, en bara gaman. Er bara byrjuð á fullu í skólanum, komst inn í illustration bekkinn, þannig að núna er ég í tveimur bekkjum. Yfirleitt má maður bara vera í einum bekk, en Erasmus nemar fá oft undantekningar. Líður dáldið eins og ég sé komin aftur í Fb, er búin að vera í einhverri teiknikennslu í illustration áfanganum, en það er bara gott að fara aftur í grunninn. Fáum samt stórt verkefni í næstu viku, held ég, þar sem við gerum frímerki. Þetta verður keppni sem nokkrir bekkir taka þátt í um að gera frímerki fyrir þýska póstinn. Fór líka í týpógrafíuáfanga, algjör byrjun líka, en lærði samt ýmislegt sem ég lærði ekki hjá brjáluðu calligraphiukattarkellingunni sem kenndi mér í fyrra. Vorum að gera futura letur, sem er gert með reglustriku og syrkli(hvernig skrifar maður þetta!). Letrið er ótrúlega reiknað út, og hver sem er getur gert þetta. Leið dáldið eins og verkfræðingi, en maður öðlast bara betri skilning á letri, því letrið er hannað í sömu hlutföllum og klassísku letrin. Annars er veðrið búið að vera gott, þó það sé smá rigning í dag. Er eiginlega bara fegin, var 19 stiga hiti í fyrradag, meika ekki hita yfirleitt, þannig að það er bara fínt að vera í skólanum. Veggirnir eru svo þykkir að það er bara þægilega svalt inni. Jæja, skrifa meira seinna, ætla að njóta frísins sem ég hef í dag, eða þar til kl 6 þegar ég fer í skólann...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker