Wednesday, April 12, 2006

í lífshættu

Eitt af því sem er mjög ólíkt með Berlín og Reykjavík eru hjólabrautirnar. Hlutur sem ég bara virðist alltaf gleyma. Í dag var ég t.d í stórkostlegri lífshættu þegar 5 hjólreiðamenn örugglega á 80 km hraða keyrðu næstum á mig. Pælið í því hvað það hlýtur að vera sársaukafullur dauðadagi, því ég trúi því alveg að það sé hægt að deyja þannig. Ef ekki með því að fara í tvennt í miðjunni, þá allavega úr hjartaáfalli, sem kom næstum fyrir mig. Verð víst að passa mig framvegis.
Annars fór ég að skoða íbúð í dag sem er á Chorinerstrasse í Prenzlauerberg/Mitte, sem er algjörlega besti staðurinn hérna.Vona alveg svakalega að ég fái þessa íbúð, og stelpan sem yrði að leigja með mér virðist ótrúlega fín. Er eiginlega komin með leið á Sovétbælinu mínu, þegar maður er inni venst maður lyktinni, en í hvert skipti sem maður kemur inn finnur maður fíluna og þarf að byrja á að galopna gluggann. Verst að ég er komin með kvef og var með hausverk í gærkveldi. Jæja, nenni ekki að skrifa meir, bless bless.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker