Sunday, April 23, 2006

menningarleg helgi

Gerði bara ýmislegt um helgina. Byrjaði föstudagskvöldið með því að fara á opnun á norrænni listasýningu-hard revolution eða eitthvað þannig. Tveir úr Lhí voru að sýna meðal annara norrænna ungmenna. Mér fannst þessi sýning ekkert sérlega spennandi, það sem var skemmtilegast var gaur sem spilaði einhverja hljóð/tónlist performans eitthvað, en ég held að hann hafi bara verið í tilefni opnunarinnar en ekki á sýningunni sjálfri. Eftir þetta fór ég á norska galleríið, þar var samsýning nokkurra listamanna, multikúltúral. Strákur frá NY sem er skiptinemi hérna bauð mér, var að sýna. Mér fannst nú ekkert sérlega mikils til verk hans koma, en sá annað verk þar sem var alveg stórskemmtilegt. Einhver norsk listakona með 2 videoverk, annað sýndi kínversk ungmenni sem voru að segja hvað nöfnin þeirra þýddu, flest hétu í höfuðið á uppáhalds mangakarakter foreldra þeirra. Hitt videoið sýndi eldri konur sem voru að tala um nöfnin sín, þar voru geðveikar pælingar á bak við nöfnin og þær vissu ótrúlega mikið um hvað þau þýddu og mjög fróðlegt allt saman. Leiðinlegt að sjá samt hvað pælingar á bak við nöfn eru að deyja út, finnst það líka dáldið þannig á íslandi. Eftir það skrapp ég á aðra opnun, en hún var meira bara svona í leiðinni, einhver ljósmyndasýning, allt í lagi bara.
Já, í gær fór ég svo á smá pöbbarölt með Andy. Hún sýndi mér alla alvöru kúl staðina sem berlínarbúaar fara á. Mjög fínt. Fórum á mjög fyndinn stað sem heitir Dr Punk. Þetta er pínkulítill staður, lítur út eins og félagsheimili, mjög blandaður hópur fólks. Ódýrt að drekka. En það sem er sérstakt við þennan stað er að í miðjunni er borðtennisborð. Svo koma bara allir sem vilja með spaða og mynda hring um borðið. Svo labbar fólk bara og skiptast á að slá boltann. Ef maður hittir ekki þegar kemur að manni, þá dettur maður út. Svo fækkar alltaf í hópnum og á endanum er bara einn sigurvegari eftir. Það skemmtilega er að maður þarf ekkert að vera góður í borðtennis, bara að vera með.
Uppgötvaði líka nýjan drykk í gær. Þetta er selt í flöskum hérna, en það er líka hægt að gera þetta sjálfur. Þetta er blanda af bjór og kók. Drykkurinn sem er seldur heitir Mixter eða Diesel, eftir tegundum, en ég er komin með miklu betra nafn á þetta- Kolabeer. Sé alveg fyrir mér flöskuna og lógóið, kannski ég búi til lógó fyrir þetta í ganni, má hvort eð er gera það sem ég vil í skólanum. Annars langar mig líka að hanna spilastokk. Hef langað að búa til spilastokk síðan ég var lítil. Langar að gera svona spillt ógeðslegt kóngafólk, í svipuðum stíl og teikningarnar sem ég gerði fyrir myndskreytingaráfangann. En allavega, þetta er orðinn svo langur póstur að ég hætti í bili.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

þú verður að koma með svona bearcola heim svo ég geti smakkað :)

24 April, 2006  
Anonymous Anonymous said...

þetta var elin

24 April, 2006  
Anonymous Anonymous said...

þú verður að fara að bjalla í mömmu, húne r orðin stressuð.

26 April, 2006  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker