Friday, April 21, 2006

frelsi

Jæja, loksins er ég komin með upplýsingar um hvernig þessi skóli virkar. Þú gerir það sem þú vilt. Satt að segja þá veit ég ekki hvað ég á að gera við allt þetta frelsi, hræðilegt að segja þetta, en þetta er sannleikurinn. Ég vel sem sé nokkra kúrsa sem eru kannski 1 sinnum í viku, 2 tíma alla önnina, þar fæ ég kannski einhver verkefni. En afgangurinn af tímanum er alveg frjáls og ég bara geri mín eigin verkefni sem ég þarf að sýna prófessornum mínum annað slagið. Hugsa að ég taki kúrs í týpógrafíu, einhvern plakatakúrs og illustration. Svo bara dunda ég mér við það sem mér finnst skemmtilegt. Vinnustofan mín er opin allan sólarhringinn, alla daga. Fékk skrifborð sem er mitt, svo í morgun þegar ég kom var komin tölva líka. Hef samt ekki hugsað mér að nota þessa tölvu því hún er ca frá fornöld, eldgamalt mackintosh stýrikerfi, photoshop 6 o.s.frv. Verst er þó með prentaðstöðu, því svo virðist sem ég þurfi að borga fyrir prentun. Ömurlegt. Þarf að fá betri upplýsingar um þetta. Bekkurinn minn virðist vera blandaður, grafískir hönnuðir og myndlistarnemar. Þetta verður samt örugglega ágætt.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker