Friday, April 14, 2006

hamingjudagur

Ég og Helga erum alveg búnar að vera í skýjunum í dag. Svo furðulega vildi nefnilega til að við fengum báðar húsnæði sama daginn. Ég fékk herbergið á Chorinerstrasse sem ég vonaðist eftir og hún verður á Kolvitchstrasse sem er alls ekki langt frá og líka mjög góður staður. Annars ætluðum við að vera ótrúlega menningarlegar í dag og kíkja á Ráðhúsið, því föstudagurinn langi er alls ekki eins langur hérna og heima því nánast allt er opið fyrir utan stöku verslanir. Allavega, löbbuðum langa leið að ráðhúsinu í grenjandi rigningu, án regnhlífar og komum að dyrunum og hættum við. Nei, höfðum grunað þetta um að vera túristagildru þegar við mættum endalaust mörgum hjörðum af regnhlífum, en þegar við sáum 30 metra langa röðina af túristum með regnhlífar að frjósa úr kulda til að skoða eitt hús, þá hættum við við. Getum alltaf skoðað þetta ráðhús án þess að næla okkur í 40 stiga hita. Gerðum okkur þó dagamun og skelltum okkur í sonycenter í bíó.Sonycenter er alveg furðulegasti staður í heimi, allavega miðað við Berlín. Þegar maður stígur úr lestinni þá líður manni dáldið eins og maður komi úr tímavél og sért 20 árum seinna en áður en maður steig inn í hana. Þýska ríkið á að hafa verið svo fátækt að þeir seldu bara risastóran bita úr miðbænum til Sony, þannig að núna standa þar glerháhýsi sem hýsa nokkur bíó og veitingahús. Ákváðum við að fara á myndina "V for Vendetta" sem er alveg mögnuð mynd og með ensku tali. Jább, komst að því að ef það stendur OV fyrir aftan myndina þá þýðir það original version. Gott að komast að því.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker