Thursday, April 20, 2006

chorinerstrasse 77

Jább, í nótt var ég mína fyrstu nótt í nýju íbúðinni. Andy er ekki ennþá flutt inn, en ég hafði bara allan staðinn fyrir mig. Herbergið er risastórt og ég fékk hálfgert víðáttubrjálæði þarna inni. Eldaði mér líka ótrúlega gott pasta. Kannski var það bara svona gott því þetta var fyrsta heimatilbúna máltíðin mín í 2 vikur, og ég get alveg sagt að ég saknaði þess. Var fyrst pínku hrædd við eldavélina, því þetta er gaseldavél, en maður þarf fyrst að kveikja á gasinu og koma svo með eldspýtu að plötunni svo það kvikni eldur. En Andy sýndi mér hvernig þetta virkaði, og var alls ekki eins hræðilegt og ég óttaðist fyrst. Fór líka í bað, mmm, hef ekki farið í bað í 2 ár, alltaf bara sturtur þar sem ég hef búið. Algjör lúxus að hafa bað hérna, því maður labbar svo mikið og ég var orðin svo þreytt í löppunum. Hér er ekkert hægt að hoppa bara inn í næstu sundlaug í heita pottinn. Er dáldið mikið mál að fara í sund hérna, eru svo fáar sundlaugar. Ætlaði að reyna að halda áfram að synda á morgnana, en sé það ekki alveg gerast hérna. Held ég kaupi mér ódýrt hjól í staðinn, allir á hjólum hérna.
Fór líka í skólann í fyrsta skiptið í gær, var samt bara svona fundur með skiptinemunum. Fór svo í 3 tíma sigtseeing í rútu, hef aldrei farið í svoleiðis áður og var eiginlega hissa hvað það var gaman. Lærði alveg heilmikið um borgina og sögu hennar. Margt sem maður skilur betur núna. Er að fara á eftir að reyna að hitta prófessorinn minn, þ.e ef ég næ í hann. Get víst ekkert valið fyrr en ég spjalla við hann. Jæja, segi þetta nóg í bili, bless, hress eins og fress

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker