Monday, April 17, 2006

dónalegur útlendingur

ömurlegt þegar maður kemst að því að maður kemur fram sem dónlalegur útlendingur. Er núna búin að vera hérna í næstum 2 vikur, og var fyrst í gær að komast að því að hér er siður að tippa þjónustufólkið. Þar sem ég er ekki með neina eldunaraðstöðu, hef ég þurft að borða mikið á kaffi- og veitingahúsum, og mér líður alveg hræðilega þegar ég hugsa um illu hugsanirnar sem ég hlýt að hafa fengið frá blessuðu þjónustufólkinu. Þetta er gallinn við að vera frá íslandi, maður kann ekki að haga sér í öðrum löndum. En núna skal þetta breytast, þó það þýði dýrari máltíðir.
Annars fórum við Helga og Hulda út að borða í gær í tilefni páskanna. Fengum okkur þó ekki hefðbundnar páskamáltíð heldur fórum við á mexíkanskan veitingastað. Eftir það fórum við á ótrúlega töff skemmti-veitingastað sem heitir White trash. Hann er ótrúlega stór og staðsettur í húsnæði sem var áður kínverskur veitiingastaður. Fólkið sem var þarna var ótrúlega fallegt og töff, og allir einhvern veginn 1920s. Svo voru karlþjónarnir í jakkafötum, en konuþjónarnir voru í annaðhvort leðurkorselettum eða mjög fáklæddar. Við sátum nálægt einhverjum hóp af strákum, og komu alltaf annars lagið fáklæddar konur að dansa fyrir þá, mjög fyndið. Tónlistin var líka mjög góð, gömul amerísk bigband og jasslög. Mjög kúl, ætlum pottþétt að fara þangað aftur, uppáklæddar í kjól með rauðan varalit.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker