Friday, April 07, 2006

Berlín...loksins komin!

Jább, mikið rétt, ég er komin til Berlín. Eiginlega ekkert hefur gengið upp hjá mér, en samt er búin að vera mjög gaman.

1) FARANGUR! Jább, tók með mér allt of mikinn farangur, ætlaði að pakka létt, en nei, mér er það bara ekki eiginlegt, er búin að komast að því. Verst er að annað hjólið á töskunni minni brotnaði af, þannig að mikið mál er að flytja Hlunkinn(það er nýja nafnið á töskunni minni).
2) HÚSNÆÐI! Er ekki komin með fast húsnæði. Vorum á hosteli fyrstu nóttina sem var fínt, en þurftum að flytja daginn eftir því það var fullt. Fórum á annað hostel, sem er vægast sagt skrítið. Höfum ekki þorað að panta nema eina nótt í einu, upp á ef við fáum íbúð, þannig að við höfum prófað 4 mismunandi herbergi. Og þau eru mismunandi, því hvert og eitt hefur sitt eigið þema og eigin "hönnun", sem er vandlega merkt hönnuðinum. En þvílík hönnun, þetta er hrikalegt. Yfirleitt felst hönnunin í mismunandi málningu og misljótu skrauti. Til dæmis er ég núna í "the beatle room", sem er málað í velgjubláum lit, en loftið á að vera eins og rauður eldur eða eitthvað og búið að festa eitthvað hrikalegt járnarusl sem lítur út eins og risastór bjalla. Þetta er samt með því skárra, vorum líka í "the garden of eden" sem var með grænu teppi á veggjunum og hrikalegum gulum gerviblómum út um allt. Já, það má segja að þetta sé athyglistvert. En við erum hérna bara í eina nótt í viðbót, því íslenskur strákur sem hafði samband við okkur í gegnum ísland-berlín, reddaði okkur húsnæði fram í apríl á meðan við erum að leita. Þetta er pínkulítil íbúð, ca 12 fm, sem hann var búinn að leigja út apríl, en er fluttur á annan stað. Við fáum að vera þar frítt, því annars stendur þetta bara autt, en með því skilyrði að við hjálpum honum að þrífa...sem er ekkert mál, því okkur dettur ekki í hug að sofa þarna inni fyrr en við erum búnar að því. Það er hrikalegt, þvílík svínastía segi ég nú bara, matur og bjórdósir út um allt og fastur matur á eldavélinni, og ég er ekki búin að leggja í að skoða baðherbergið, en allt er betra en að borga morðfjár fyrir fáránlegt hostel.
Er búin að skoða 2 staði til að búa á og hringja trilljón símtöl, en ekki fengið neitt. Er þó vongóð um íbúð sem ég skoða á miðvikudaginn næsta, en hún er ekki laus fyrr en 15. Sú íbúð er á besta staðnum og á sanngjörnu verði. Myndi þá leigja hana með stelpur úr Humbolt university, og mér fannst hún hljóma mjög fín í símanum. Vona bara það besta.
3)SKÓLINN! Er búin að skoða skólann. Fékk þó vægt sjokk þegar ég talaði við alþjóðafulltrúann því að ég komst að því að ég var sett í myndlistardeildina en ekki grafíska hönnun. En fæ sennilega að taka kúrsa úr hinum deildunum, þannig að ég er ekki áhyggjufull, er eiginlega bara nokkuð sátt núna og held það verði bara gaman að fá að flippa smá. Myndlistin er líka í geðveikt flottu gömlu húsi með ótrúlega töff garði og svona. Hlakkar bara til að byrja, en það er nú um vika í það.

Annars er bara búið að vera gaman, er búin að eyða miklum tíma á Gorki Park, því þar er frítt húsnæði og gott te. Veðrið er nokkuð gott og bara sól og fínerí í gær. Jæja, kveð að sinni, bæbæ

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Loosen [url=http://www.FUNINVOICE.COM]invoice online[/url] software, inventory software and billing software to conceive masterly invoices in minute while tracking your customers.

08 December, 2012  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker