gleðilega páska!
hæ hæ og hó hó. Er svona hress, því að ég er búin að vera með einhverja kvefpest í marga daga. En þökk sé öllum kveflyfjunum sem ég aflaði mér í apótekinu þá er ég að verða hressari. Sem væntanlega þýðir að ég hafi náð að fá réttar töflur, þrátt fyrir að tala bara pólsku við afgreiðslukonuna. Geri aðrir betur :D
Í dag ákváðum við Agnieszka að þrífa íbúðina dáldið vel, því að Helga kemur að heimsækja mig í næstu viku. Fjarlægði meira að segja nokkra af þeim fjöldamörgu köngulóarvefjum sem eru út um alla íbúð. Næ ekki í alla, því hérna er rosalega hátt til lofts. Er farin að aðlagast náttúrulífinu hérna á Sw. Marka. Erum með allavega 6 Stanislawa á klóstinu, og þeir pirra mig ekkert. Upphaflega var bara ein könguló sem að sjálfsögðu ég skýrði Stanislaw. En svo eru þær orðnar aðeins fleiri. Við Agnieszka veltum því fyrir okkur hversu marga Stanislawa þarf til að þeir séu of margir. Hmmm... Svo eru það náttla dúfurnar fyrir utan hjá mér. Átti eftir að segja ykkur frá þeim. Málið er að húsið mitt er svona bakhús, og glugginn minn snýr að svona littlu plani og þar búa rosalega margar dúfur. Fyrst þegar ég flutti inn, þá vaknaði ég við það að þær væru að "tala" saman á morgnana. Fór í taugarnar á mér fyrst, en núna líkar mér vel við þær og gef þeim stundum að borða. Ein dúfan er meira að segja komin með hreiður fyrir utan gluggan sem ég opna aldrei. Engin egg ennþá þó. En allavega, skrifa sennilega ekki aftur fyrr en eftir Wroslawsferðina mína, þannig bara Gleðilega páska!
Í dag ákváðum við Agnieszka að þrífa íbúðina dáldið vel, því að Helga kemur að heimsækja mig í næstu viku. Fjarlægði meira að segja nokkra af þeim fjöldamörgu köngulóarvefjum sem eru út um alla íbúð. Næ ekki í alla, því hérna er rosalega hátt til lofts. Er farin að aðlagast náttúrulífinu hérna á Sw. Marka. Erum með allavega 6 Stanislawa á klóstinu, og þeir pirra mig ekkert. Upphaflega var bara ein könguló sem að sjálfsögðu ég skýrði Stanislaw. En svo eru þær orðnar aðeins fleiri. Við Agnieszka veltum því fyrir okkur hversu marga Stanislawa þarf til að þeir séu of margir. Hmmm... Svo eru það náttla dúfurnar fyrir utan hjá mér. Átti eftir að segja ykkur frá þeim. Málið er að húsið mitt er svona bakhús, og glugginn minn snýr að svona littlu plani og þar búa rosalega margar dúfur. Fyrst þegar ég flutti inn, þá vaknaði ég við það að þær væru að "tala" saman á morgnana. Fór í taugarnar á mér fyrst, en núna líkar mér vel við þær og gef þeim stundum að borða. Ein dúfan er meira að segja komin með hreiður fyrir utan gluggan sem ég opna aldrei. Engin egg ennþá þó. En allavega, skrifa sennilega ekki aftur fyrr en eftir Wroslawsferðina mína, þannig bara Gleðilega páska!
2 Comments:
gleðilega páska :D sakna þin :D
kveðja snúlla litla systir
Gledilega páska. Fékkstu íslenskt páskaegg?
Post a Comment
<< Home