Facebook og Abbababb
Mér finnst eins og heimurinn sé að neyða mig til að vera með Facebook. Svolítið erfitt, þar sem ég er mjög aktívur mæspeisari og finnst það alveg nóg. Alveg óþarfi að vera með Facebook líka. Fékk mér upphaflega Facebook, því að ég fékk boð um það frá gamalli vinkonu úr Álandseyjum, og var ég forvitin um þetta. En svo fara allt í einu allir vinir mínir, sem eru reyndar líka mæspeisvinir mínir, að biðja mig um að vera Facebook vinur sinn. Já lífið er erfitt.
Annars er ég bara að drukkna úr verkefnum í augnablikinu. Er að sjálfsögðu að vinna í skólatörninni í Eymundsson, svo er ég að klára bókakápuna góðu, á víst loksins að fá allar upplýsingar á morgun. Svo er það cd-coverið fyrir Nix Noltes. Svo er ég komin með enn annað verkefni sem verður svolítið strembið. Það er að myndskreyta barnabók byggða á Abbababb eftir Dr Gunna. Dáldið stórt verkefni. En það er bara mánuður í skil fyrir það, og ég á að teikna um 20 myndir. Bara næstum ein mynd á dag. Svo segir fólk að það sé auðvelt að vera listamaður,isspiss...
Annars er ég bara að drukkna úr verkefnum í augnablikinu. Er að sjálfsögðu að vinna í skólatörninni í Eymundsson, svo er ég að klára bókakápuna góðu, á víst loksins að fá allar upplýsingar á morgun. Svo er það cd-coverið fyrir Nix Noltes. Svo er ég komin með enn annað verkefni sem verður svolítið strembið. Það er að myndskreyta barnabók byggða á Abbababb eftir Dr Gunna. Dáldið stórt verkefni. En það er bara mánuður í skil fyrir það, og ég á að teikna um 20 myndir. Bara næstum ein mynd á dag. Svo segir fólk að það sé auðvelt að vera listamaður,isspiss...
2 Comments:
sorrí með mig.
Ég veit ekki til hvers Mæspeis er en í Feisbúk er hægt að sjá hvort kvikmyndasmekkur manns passi við kvikmyndasmekk einhvers annars.
Ekki að mig langi til að sjá það.
Já, mjög hentugt. Ef manni langar í bíó með...hverjum? Einhverjum í Ástralíu! Og ef það eru vinir manns sem eru facebook vinir manns líka, þá fer maður hvort eð er með þeim í bíó.
Post a Comment
<< Home