Saturday, August 18, 2007

Hvert fór ég?

Fór í gær í ljómandi gott partý til Ingunnar, sem varð þess valdandi að ég vaknaði þunn upp úr 11. En maður lét sig hafa það, menningarinnar vegna, og dreif mig því út strax upp úr hádegi. Þetta gerðum við Ingunn í dag:

Fórum að skoða Magma/Kvika sýninguna á Kjarvalsstöðum. Höfðum hvorugar séð hana, sem er eiginlega bara skammarlegt. En fín sýning, margt flott og margt ekki svo flott.

Fórum eftir það á flóamarkað. Keypti tvö pör af eyrnarlokkum á 500 kall saman. Góð kaup þar.

Fórum og borðuðum mjög svo menningarlegar pizzusneiðar.

Fórum í Bókasafnið og létum taka polaroidmynd af okkur í búningum frá leikfélagi rvíkur. Mjög skemmtilegt. Eins og að gramsa á góðu háalofti með fullt af ókunnugu fólki.

Fórum og fengum lánaða tóma bók-bookspace. Þar sem maður á að skrifa, teikna eða líma í tóma bók og skila henni svo aftur þar sem einhver annar heldur svo áfram. Ég er byrjuð á projecti innan þessa projects. Fékk eina svona bók. Ætla að teikna, skrifa á eina opnu á dag í viku og læt svo aðra manneskju fá bókina, og hún gerir það sama. Skilum svo fullunninni bók eftir 3 mánuði. Vona að þetta heppnast. Ég er meira að segja búin að númera allar blaðsíðurnar og búa til efnisyfirlit. Svona Keðju-Annáll.

Fórum eftir þetta í Gallerí Sellerí, þar sem listaháskólanemar voru að selja og sýna ýmsar vörur. Meðal annars blóðbergsdrykk með bláberjabragði. Dáldið góður.

Fórum svo í bókaskipið Logos 2. Þar skoðuðum við bækur og forðuðumst að vera frelsaðar. Keyptum þó ekkert.

Fórum svo heim til Ingunnar og slöppuðum af í 2 tíma.

Fórum svo heim til bróðurs Ingunnar og slökuðum þar á, drukkum pínku bjór og dáðumst að littlu frændsystkinum hennar.

Fórum svo að horfa á Megas og Mannakorn.

Fórum svo og horfðum á FLOTTUSTU FLUGELDASÝNINGU Í HEIMI!!! Töfrum líkast.

Fórum svo heim, hún til sín og ég til mín. Mjög góður dagur. Sáuð þið að ég skrifaði fórum í öllum setningunum. Fer nú að sofa ;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker