Wednesday, August 15, 2007

leggjum skip

Ég var að koma úr vinnunni, kl 10. Átti upphaflega að vera bara til 8 en ég bauðst til þess að vera til 10. Bæði vantar mig pening, en þó er aðal ástæðan sú að ég hef semí gaman að þessu skiptibókafári. Fáum svo mikið af nýjum bókum sem þarf einhvern veginn að koma fyrir á allt of littlum borðum. Og það er það sem mér finnst svo gaman, að skipuleggja. Er svona laumuskipuleggingarfrík, þó það sjáist nú ekki í herberginu mínu. Það brýst bara út hjá mér í vinnunni. Var líka svona þegar ég vann á Hróa Hetti og í Bónusvideo. Tók líka einhvern tíman svona próf, um hvað væri minn leyndi hæfileiki. Þá kom það einmitt fram að ég hefði sérstakan hæfileika við að sjá fyrir mér rými og skipuleggja það, og að setja saman hluti(t.d úr ikea). En grafísk hönnun snýst reyndar líka að miklu leiti um skipulagningu, þannig að ég er ekki alveg að kasta þessum hæfileika mínum á glæ. Er heldur ekki frá því að ég eigi eftir að fá smá vöðva eftir þetta allt saman. Er smá illt í höndunum núna, búin að vera að lyfta svo mikið af þungum bókum. Fékk svona hugmynd að líkamsræktarbók um daginn, sem væri geðveikt þykk og þung og hægt að nota sem lóð í leiðinni. Finnst það dáldið sniðugt.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker