Sunday, August 26, 2007

skipt um skoðun

Facebook er reyndar bara dálítið skemmtilegt. Stundum er hópþrýstingur af hinu góða. Tók svona próf þar í dag, þar sem ég fann út hvaða heimavist ég myndi tilheyra ef ég væri í Hogwarts, skóla galdra og seiða. Samkvæmt prófinu er ég í Ravenclaw. Nokkuð kúl. En samkvæmt því þá metur það hús "intelligence, knowledge and wit". Gæti verið verra. Hef samt tekið önnur Hogwarts próf áður. Í eitt skiptið var ég í Gryffindor, eins og Harry Potter sjálfur. En í hinu prófinu þá lenti ég í Slytherin... Held að metnaðurinn hafi orðið mér að falli í það skiptið.

Annars hrærist ég mikið í Harry Potter heiminum þessa dagana. Las 7.bókina aftur. Og ég var alveg jafn spennt og í fyrra skiptið. Svo horfði ég á allar 4 myndirnar á nokkrum dögum. Hef ekki orðið mér úti um þá 5.ennþá. Sá hana bara í bíó. Svo er ég aftur byrjuð á bók nr 1 núna.

En þetta þýðir ekki að ég sé að slóra með verkefnin. Eyddi stórum hluta helgarinnar upp á vinnustofu. Hinum hlutanum eyddi ég með vinum og vandamönnum. Enda svo stutt í að ég fari, verð að nota tímann. Hugsa að ferðaplanið mitt verði: flýg til Berlín 20.sept og fari svo með lest til Kraká 23. Hljómar spennó!

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæhæ. Þetta er nú spennandi, fullt af verkefnum og þú alveg á leiðinni til Polen. Ég er komin út og það er rosa gaman. Alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast og allstaðar fullt af fólki. Heyri í þér við tækifæri.

Ingunn

29 August, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker