Wednesday, August 08, 2007

Dularfulla bréfið

Ég fékk dularfullt bréf um daginn. Eitt þessara sem maður þarf að kvitta fyrir og allt. Ég varð afskaplega glöð þegar ég uppgötvaði að það væri frá skólanum í Kraká en ekki entist sú gleði lengi. ÞEtta voru 6 bls sem virtust mikilvægar, en allar á pólsku. Því miður er það hægara sagt en gert að fá svona skjöl þýdd, aðalega því það kostar morðfjár. En ég var svo heppin að ein í vinnunni minni á pólskumælandi vin sem var svo vænn að fara yfir bréfið fyrir mig. Í Bréfinu stendur m.a að ég eigi pantaðan tíma í læknisskoðun´í september. ÉG á sem sé eftir að hitta bekkjarfélaga mína í fyrsta skiptið á biðstofu hjá lækni. Þarf samt líka að fá vottorð frá íslenskum lækni að ég sé heil á heilsu og geði. VOnum að ég komist í gegnum það. Svo eru víst líka einhverjar leyfar frá kommúnismanum að ég verði að fara á skyndihjálparnámskeið, annars fái ég ekki að hefja námið. Ef ég hefði verið 15 árum fyrr hefði ég víst líka lært að skjóta af byssu. Mjög nauðsynlegt fyrir grafíska hönnuði eins og þið getið ímyndað ykkur. Eiginlega bara hættulegt, allt of mikið af óþolandi kúnnum í þeim bransa.

1 Comments:

Blogger Esther said...

Ef þú þarft aftur að láta þýða eitthvað pólskt, þá vann ég með 900 einstaklingum sem gætu hjálpað þér. Þú lætur bara vita.

08 August, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker