Tuesday, August 14, 2007

skólarnir byrja

Skrítinn hlutur kom fyrir mig í vinnunni, ég var hálftíma of lengi þar án þess að fatta það. En það var ekkert sérlega gaman, bara fáránlega mikið að gera. Enda skólavertíðin og svona. Finn samt hrikalega til með framhaldsskólanemendunum sem eru að borga um 30-40 þúsund kall fyrir bækur. Aldrei lenti ég í þessu. Enda lagði ég mikinn metnað í að leita uppi notaðar bækur, þ.e ef ég keypti bókina á annað borð!

p.s Skandall dagsins held ég að sé þegar ein í vinnunni komst að því að það er stafsetningarvilla á kápunni fyrir réttritunarorðabókina. Það er víst ekki hægt að treysta á neitt í þessu lífi...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker